Magaermi

Magaermi er í flestum tilfellum árangursrík aðferð til að hjálpa fólki að léttast. Mörgu fólki finnst hún gagnast því til að gera nauðsynlegar langtímabreytingar á mataræði sínu og léttast til frambúðar. Þetta er samt sem áður hvorki skyndilausn né trygging fyrir því að fólk léttist. Góður árangur byggir algerlega á því að fólk hagi mataræði sínu skynsamlega og hreyfi sig reglulega.

Magaermisaðgerð minnkar magann um 75-80%. Maginn verður er eins og ermi eða banani í laginu. Starfsemi magans og þarmanna helst að mestu óbreytt í kjölfar aðgerðarinnar en skammtastærðirnar minnka verulega og fæðan getur farið hraðar en ella í gegnum meltingarkerfið.

Mikilvægt er að fylgja ráðleggingum varðandi fljótandi og maukað mataræði. Maginn er bólginn eftir aðgerðina og þykk eða föst fæða setur mikinn þrýsting á heftin/saumana sem komið hefur verið fyrir í maganum.

Hér fyrir neðan má finna leiðarvísi sem mun leiða lesandann gegnum nauðsynleg stig eftir magaermi til að auðvelda honum að breyta mataræðinu í kjölfarið og svara algengum spurningum sem vakna. Mikilvægt er að lesa allan bæklinginn fyrir aðgerðina og leita til einhvers í aðgerðarteyminu með spurningar sem kunna að vakna.

Mikilvægt er að fá skýr svör við öllum spurningum áður en samþykkt er að gangast undir aðgerðina.

Hér má lesa meira um magaermi.

LEIÐARVÍSIR - MAGAERMI