Magaband - Magabandsaðgerð

Um magabandsaðgerðina

Magabandsaðgerð er framkvæmd í svæfingu og tekur um 30 mínútur. Sjúklingar eru oftast útskrifaðir sama dag.

Auðun Sigurðsson læknir starfði um árabil á skurðdeild í Englandi þar sem hann framkvæmdi um eitt þúsund magabandsaðgerðir árlega. Auðun starfar í dag á Íslandi og geta þeir sem áhuga hafa á að vita meira um aðgerðina og hvort hún sé rétta lausnin við þyngdarvandálum þeirra haft beint samband hér:

Auðun ráðleggur þeim sjúklingum sem áhuga hafa á magabandsaðgerð að lesa bókina: “The lap band solution, a partnership for weight loss” eftir Paul O´Brien sem hægt er að panta frá amazon.com

Einnig má finna á youtube myndbönd þar sem Paul O’Brien ræðir um magabands aðgerðina með því að fylgja þessum hlekk.

Sjúklingar sem koma í aðgerðina verða kenndar átta grunnreglur í notkun magabandsins og fá DVD sem Professor Paul O´Brien hefur framleitt til kennslu þessara grunn reglna. Reglurnar má lesa hér.

Magaband og árangur

Af 577 sjúklingum með magaband á Íslandi með BMI 30 – 45, missa þeir að meðaltali 64% af yfirviktinni, sem fer af þeim á 2 – 3 árum og halda síðan viktinni frá sér allt upp í 9 ár ( fyrsti sjúkl fór fyrir 9 árum).

Flestir sjúklingarnir hafa farið í meðferðina sl 5 ár og því mun færri sjúklingar í hópunum 6 – 9 ár eftir aðgerð.

Af þessum 577 sjúkl. hafa 3 bönd verið fjarlægð að ósk sjúkl. og breytt í magaermi ( 0.5%).

Þessi árangur er sambærilegur við það besta sem gerist í veröldinni.
Slíkur árangur næst einungis með góðu samstarfi þverfaglegs teymis sem fylgir þessum sjúklingum eftir ( skurðlækni, hjúkrunarsérfræðingi, næringarfæðing, röntgenlæknum, hjartalækni, lungnalæknum,innkirtlalækni og svæfingarlæknum).

MYNDBÖND - MAGABANDSAÐGERÐ