Magaermi á Íslandi

Verð :  1.195.000 kr.
Allar rannsóknir á efnaskiptum og næringarástandi fyrir aðgerð.

-Magaspeglun ef þurfa þykir með sýnatöku

-Röntgen rannsóknir eftir þörfum

-Samstarf við íslenska sérfæðinga sjúklingsins og heimilislækni  fyrir og eftir aðgerð.

-Þverfaglegt teymi sérfræðinga skurðlækna, svæfingarlækna, hjúkrunarfræðinga, næringarfæðinga, röntgenlækna, innkirtlalækna, hjartalækna, taugalækna, geðlækna.

-Aðgerðin framkvæmd á deildarskiptu sjúkrahúsi: skurðdeild,
lyflæknisdeild, röntgendeild með tölvusneiðmyndatæki,
blóðrannsóknardeild með neyðarblóð, maga-og ristil speglunardeild.

-Hjúkrunarfræðingur og læknir á bráðavakt allt árið ( bráða símanúmer )
Endurkoma eftir aðgerð annan hvern mánuð fyrsta árið og á 6 mánaða fresti eftir það.

-Reglulegar blóðprufur  og næringarráðgjöf frá skurðlækni,
hjúkrunarsérfræðingi eða næringarfæðingi.

-Reglum eftirfarandi fagfélaga er fylgt:
Félag Íslenskar Efnskipta og offituskurðlæna ( ISMBS ), IFSO 

BOMSS

DSS II

SOBAUK

Um 300 sjúklingar á Íslandi hafa farið í meðferð með magaermi hjá þverfaglegu teymi sem Auðun Sigurðsson efnaskiptaskurðlæknir veitir forystu.
Á myndinni má sjá að sjúklingarnir missa um 2/3 af yfirvigtinni á fyrsta ári eftir aðgerð og rúm 70% eftir 2 ár. Þessi árangur er sambærilegur við það besta sem gerist í veröldinni.

Um aðgerðina

Magaermi er algengasta efnaskipta og offituaðgerð sem framkvæmd er í heiminum í dag. Meira en 70% allra offituaðgerða í BNA á síðasta ári voru magaermar. Ástæða þessara miklu vinsælda aðgerðarinnar er skiljanleg. Magaermin hefur sýnt sig í slembiröðuðum (RCT) langtíma rannsóknum vera jafn gagnleg til að minnka vigtina og lækna offitutengda sjúkdóma eins og sykursýki 2, kæfisvefn, háþrýsting og stoðkerfisvandamál, m.a. í samanburði við magahjáveitu. Einnig er magahjáveitan er hættulegri aðgerð (tvöföld hætta á dauðsföllum tengdum aðgerð tvöföld blæðingarhætta, tvöföld lekahætta, tvöfalt fleiri lenda á gjörgæslu) miðað við magaermina. Þá eru langtímavandamálin sem tengjast magahjáveitu mun fleiri og tíðni enduraðgerða eftir magahjáveitu er allt að 60% skv. norræna gagnagrunninum SOREG, og eru slíkar aðgerðir oftast tengdar vandamálum í smáþörmunum. Þá eru næringarvandamál til lengri tíma mun algengari eftir magahjáveitu heldur en magaermi. Báðar þessar aðgerðir krefjast undirbúnings og rannsókna og langtíma eftirlit er nauðsynlegt í öllum tilfellum.

Magaermi er í flestum tilfellum árangursrík aðferð til að hjálpa fólki að léttast. Mörgu fólki finnst hún gagnast því til að gera nauðsynlegar langtímabreytingar á mataræði sínu og léttast til frambúðar. Þetta er samt sem áður hvorki skyndilausn né trygging fyrir því að fólk léttist. Góður árangur byggir algerlega á því að fólk hagi mataræði sínu skynsamlega og hreyfi sig reglulega.

Magaermisaðgerð minnkar magann um 75-80%. Maginn verður er eins og ermi eða banani í laginu. Starfsemi magans og þarmanna helst að mestu óbreytt í kjölfar aðgerðarinnar en skammtastærðirnar minnka verulega og fæðan getur farið hraðar en ella í gegnum meltingarkerfið.

Mikilvægt er að fylgja ráðleggingum varðandi fljótandi og maukað mataræði. Maginn er bólginn eftir aðgerðina og þykk eða föst fæða setur mikinn þrýsting á heftin/saumana sem komið hefur verið fyrir í maganum.

Hér fyrir neðan má finna leiðarvísi sem mun leiða lesandann gegnum nauðsynleg stig eftir magaermi til að auðvelda honum að breyta mataræðinu í kjölfarið og svara algengum spurningum sem vakna. Mikilvægt er að lesa allan bæklinginn fyrir aðgerðina og leita til einhvers í aðgerðarteyminu með spurningar sem kunna að vakna.

Mikilvægt er að fá skýr svör við öllum spurningum áður en samþykkt er að gangast undir aðgerðina.

Hér má lesa meira um magaermi.

LEIÐARVÍSIR - MAGAERMI