Starfsfólk

Auðun Sigurðsson FRCS yfirlæknir

Auðun Sigurðsson FRCS er yfirlæknir í þverfaglegu teymi í efnaskiptaskurðlækningum. Hann er með reyndari skurðlæknum í offituskurðlækningum í Evrópu og hefur á sl. 20 árum framkvæmt yfir 12.000 offitu- og efnaskiptaskurðaðgerðir, þar af um 1.500 hér á Íslandi sl. 5 ár. Auðun er formaður Félags Íslenska efnaskipta- og offituskurðlækna og situr í stjórn í IFSO ( Alþjóðafélag offituskurðlækna ). Hann er meðlimur í BOMSS ( British Obesity and Metabolic Surgery Society ).

Netfang: audun@magaband.is

Sigríður Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur

Sigríður útskrifaðist frá Hjúkrunarskóla Íslands 1982 og starfaði á Landakotsspítala á handlæknisdeild og gjörgæsludeild til 1996. Þá starfaði hún á Borgarspítalanum til 2014 á vöknun og gjörgæsludeild. Frá 2014 hefur hún starfað hjá Gravitas slf sem hjúkrunarsérfræðingur í efnaskiptaskurðlækningum og starfar í þverfaglegu teymi sem metur og undirbýr sjúklinga undir aðgerðir og sinnir eftirmeðferð þeirra.

Netfang: sigridur@magaband.is
Sími: 666-0021

Anna Arnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur

Anna Ingigerður Arnarsdóttir er reyndur hjúkrunarfræðingur sem útskrifaðist frá námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 1993. Hún vann frá útskrift til ársins 2011 á almennri skurðdeild með áherslu á meltingaveg, meðal annars offituaðgerðir á LSH. Frá árinu 2011-2018 vann hún á göngudeild þvagfærarannsókna og aflaði hún sér viðbótar diplómagráðu frá Gautaborgarháskóla (Uroterapi) meðfram því starfi. Einnig hefur hún lagt stund á nám í lýðheilsufræði við Háskóla Reykjavíkur.
Anna starfar í þverfaglegu teymi við undirbúning, menntun og eftitmeðferð sjúklinga eftir aðgerðir með sérstaka áherslu á næringarráðgjöf til sjúklinga með magaermi. Anna fór árið 2017 í magaermi með góðum árangri og getur því miðlað þekkingu og reynslu til sjúklinga sem eru að fara í gegnum þetta ferli.

Netfang: anna@magaband.is

Gísli Jónsson, hjartalæknir

Gísli Jónsson er sérfræðingur í almennum lyflækningum og hjartasjúkdómum. Gísli útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1990. Tók kandidatsár á Akureyri og starfaði svo sem deildarlæknir og læknir í héraði til 1995. Stundaði sérnám í almennum lyflækningum og hjartasjúkdómum við Ullevål háskólasjúkrahúsið í Osló, auk þess sem var í kennslustöðu við Oslóarháskóla og varði doktorsritgerð frá Oslóarháskóla árið 2008. Flutti síðan til Íslands árið 2008 og hefur starfað sem sérfræðingur í hjartasjúkdómum við hjartadeild Landspítalans auk þess sem hann rekur eigin læknastofu.
Gísli gerir mat með rannsóknum og skoðun á sjúklingum fyrir aðgerð um hæfni þeirra til að undirgangast svæfingu og offituaðgerðir. Þá fylgir hann eftir völdum sjúklingum eftir aðgerð sem þarfnast eftirlits lyflæknis.

Sími: 517-0505

Dr Nigel Tufft, BSc. MB. ChB. FRCA. FFICM.

Current position
Consultant Anaesthetist, Robert Jones and Agnes Hunt Orthopaedic Hospital, Oswestry.
Previous position
Consultant in Intensive Care Medicine and Anaesthesia at the Shrewsbury and Telford Hospital NHS Trust. 1998 to 2017.
Qualifications
• BSc Degree in Physiology 2/1 Bristol University1985.
• Medical Degree MB ChB Bristol University 1988.
• Fellow of the Royal College of Anaesthetists 1991.
• Fellow of the Faculty of Intensive Care Medicine RCA 2012.
Membership of professional bodies
• General Medical Council No. 3196971.
• Royal College of Anaesthetists.
• Intensive Care Society.
• European Intensive Care Society.
• Association of Anaesthetists GB and I
Hospitals where I work
• Robert Jones and Agnes Hunt Orthopaedic Hospital.
• Shropshire Nuffield Hospital, Shropshire, UK.
• Wolverhampton Nuffield Hospital, Wolverhampton, UK.
• HSS, Keflavik, Iceland.

Gunnar Valtýsson, innkirtlalæknir

Domus Medica
Sími: 563-1000

Magnús Baldvinsson, röntgenlæknir

Domus Medica
Sími: 563-1000

Dr Saiprasad Annadurai  FRCA , svæfingalæknir

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Dr Omu Davis FRCA, svæfingalæknir

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Smelltu Hér

Hafðu samband - Magaermi gæti verið lausnin fyrir þig.