Reglur um notkun magabands

Kynning

Magabandið hefur sýnt sig að vera mesta framför í heilsuvernd síðustu tuttugu árin vegna þess að það ræðst beint að vanda offitunnar. Offita er faraldur sem veldur miklum heilsufarsvanda, erfiðleikum og ótímabærum dauðsföllum og magabandið hefur sannanlega leitt til þess að fólk hefur lést verulega, náð betri heilsu, meiri lífsgæðum og lifað lengur.

En góður árangur af bandinu byggir á því ég vinni vinnuna mína af kostgæfni og þú þína sömuleiðis. Við skrifuðum bók, Magabandslausnin, samstarf um að léttast, til að veita þér þær upplýsingar sem þú þarfnast til að fá sem bestan árangur af bandinu. Þessi mynddiskur á að færa þér upplýsingar úr bókinni og dýpka þær til þess að þú skiljir hvað það er sem þú þarft að gera.

Mjög mikilvægt er að veita undirtitli bókarinnar athygli: samstarf um að léttast. Ég meina það í alvöru þegar ég segi að ég þurfi að vinna mitt verk af kostgæfni og þú þína vinnu á sama hátt. Það er þrennt sem ég þarf að gera: Ég þarf að koma bandinu fyrir á öruggan og réttan hátt, ég þarf að veita þér sem besta eftirmeðferð; sjá til þess að þú fáir stöðuga umönnun eftir að þú hefur fengið bandið og ég þarf að veita þér þær upplýsingar sem þú þarfnast. Bókin og mynddiskurinn eru hluti af þeim upplýsingum.

Í staðinn þarft þú að gera þrennt. Þú þarft að fara eftir reglunum sem eru í bókinni og á þessum diski varðandi mataræði. Þú verður að fara eftir reglunum í bókinni og á disknum hvað varðar æfingar og hreyfingu og þú verður að koma í eftirmeðferð.

Til að gera þér kleift að sinna þínu hlutverki í samstarfinu er mjög mikilvægt að þú skiljir hvernig bandið verkar af því að þú verður að vinna með bandinu. Ég ætla núna að fara yfir nokkur atriði þar um.

Bandið er á efsta hluta magans. Það er nánast enginn magi fyrir ofan bandið. Með því að hafa bandið þar getur það fjarlægt matarlyst þína. Það kemur í veg fyrir að þú finnir fyrir hungri.  Þannig starfar bandið. Það kemur ekki í veg fyrir matur komist í magann eða takmarkar matinn, það minnkar matarlyst þína með því að örva það sem við köllum saðningu; þá tilfinningu að vera ekki svangur eða svöng. Virðum betur fyrir okkur þetta svæði og það er búið að skera smábút burt til að við sjáum inn í magann og í neðsta hluta vélindans. Vélindað er vöðvapípa sem maturinn fer um á leið í magann og ef við skoðum þetta vandlega sjáum við hvernig bandið þrýstir á efsta hluta magans. Þessi þrýstingur örvar taugar sem leiða upp í heila og segja viðeigandi stöðvum hans að þú finnir ekki fyrir hungri. Bara með því að vera þarna hefur bandið þau áhrif að þú vaknar á morgnana og finnur ekki fyrir hungri. Þú gætir fundið fyrir lítilsháttar hungri fyrir mat en síðan borðar þú og við það að borða örvast taugarnar enn frekar og matarlyst þín minnkar.

Hér sjáum við tuggin mat, einn matarbita sem þrýst er og þú sérð hve fínlega hann teygir á svæðinu fyrir ofan bandið en er síðan þrýst í gegn. Bandið veitir hreyfingu matarins viðnám og þetta viðnám framkallar örvun sem segir heila þínum að þér líði bærilega.

Hér sést hve mikið er af taugaendum á svæðinu. Hér eru margir taugaendar og þetta eru mjög sérstakir taugaendar sem eru hannaðir til að leita uppi afbakanir þannig að áður en þú fékkst bandið og borðaðir stóra máltíð belgdist svæðið út og það sendi heilanum boð um að þú hefðir fengið nóg. Með því að setja bandið þarna búum við til sömu áhrif á taugarnar án þess að maginn þurfi að vera fullur og þetta er lykilatriðið í virkni magabandsins. Ef við fylgjumst með matnum fara gegnum þetta svæði sjáum við að svæðið með taugaendunum verður fyrir þrýstingi af völdum bandsins svo örvunin er þegar farin af stað, þetta er grunnþrýstingur bandsins og þegar maturinn berst niður og þú sérð hvernig maturinn þrýstist gegnum svæðið og við það örvast taugarnar enn meira og fjarlægir alla hungurtilfinningu sem var fyrir hendi áður en maturinn var borðaður.

Annað sem mig langar að gera þér grein fyrir áður en við ræðum reglurnar um mataræði og hreyfingu en það er taflan um græna svæðið. Taflan um græna svæðið sýnir það sem við erum að sækjast eftir með því að stilla bandið og finna og stjórna matarlystinni sem við viljum að þú hafir. Taflan um græna svæðið er innan á baksíðu bókarinnar og ég vil að þú kynnir þér hana vandlega svo að þú skiljir hvað við erum að tala um og getir sagt okkur hvort þú ert á gulu svæði, grænu eða rauðu. Á kortinu eru þessi þrjú svæði, gult, grænt og rautt, og gefa til kynna hvort bandið er of slakt, mátulegt eða of strekkt.

Ef bandið er of slakt þá finnur þú fyrir hungri, borðar stærri máltíðir en þú ættir að gera og léttist ekki.

Ef bandið er rétt stillt ertu á græna svæðinu og þú finnur ekki fyrir hungri. Jafnvel þó þú hafir ekki borðað finnurðu ekki fyrir hungri; þú gætir orðið lítilsháttar svangur eða svöng fyrir mat og borðar lítinn mat og þú sættir þig við það og léttist án þess að finna merki um eitthvað sem veldur þér vanda.

Ef bandið er of strekkt erum við að meiða þig. Fyrst ferðu að finna fyrir óþægindum. Þú finnur fyrir vanda á borð við bakflæði, eins og maturinn festist, þér líður illa, þarft að skila matnum upp því hann kemst ekki ofan í magann. Þar að auki kemstu að því að þú þyngist frekar en að léttast vegna þess að þú borðar ekki eins þú átt að gera. Það er því enginn ávinningur fyrir þig að bandið sé of strekkt. Það verður að vera nákvæmlega rétt stillt og markmið okkar á tíma eftirmeðferðinni og þitt líka er að finna græna svæðið og vera alltaf á græna svæðinu.

Í bókinni er mikið fjallað um mataræði og æfingar en hér drögum við þetta saman í átta gullnar reglur. Í þessum átta gullnu reglur eru lykilupplýsingar sem ég vil að þú búir yfir og þær meginreglur sem ég vil að þú fylgir. Núna ætla ég að fara yfir sérhverja þessara átta gullnu reglna og fjalla um þær vegna þess að ef þú ert með þær á hreinu nærðu eins góðum árangri af bandinu og mögulegt er – svo fremi þú farir eftir reglunum.

Fyrsta reglan: Borðaðu þrjár eða færri máltíðir á dag

Fyrsta reglan er að þú borðar þrjár eða færri, litlar máltíðir á dag. Það eru tvö aðalatriðin í þessari reglu. Þrjár eða færri máltíðir og litlar máltíðir og ég fjalla um þessi aðalatriði hvort um sig. Fyrst fjalla ég um þrjár eða færri máltíðir á dag. Ég vil ekki að þú borðir fleiri en þrjár máltíðir á dag en mér er sama þótt þú borðir færri en þrjár. Ekki borða nema þú finnir fyrir hungri. Það er ástæðulaust að borða á ákveðnum tíma vegna þess að þú hafir alltaf gert það eða vegna þess að einhver segir að það sé gott að borða máltíð af því að það „komi efnaskiptunum af stað“ eða af einhverri annarri ástæðu. Ekki taka mark á þessu. Ef þú finnur ekki fyrir hungri þarfnast líkaminn ekki fæðu. Mundu að það sem við erum að reyna að gera er að nota matarforðann sem þú hefur komið þér upp á mjög mörgum árum. Þú verður að borða minna til að eyða þessum forða. Ef þú vaknar að morgni og þig langar ekki í morgunmat þá færðu þér ekki morgunmat. Kannski bara tebolla eða kaffibolla eða vatnsglas. Það er í fínu lagi. Síðan verður þú að bíða eftir næsta matmálstíma sem gæti verið í hádeginu. En mundu að þú mátt ekki borða á milli mála; þú verður að takmarka þig við að borða á þessum matmálstímum.

Seinni hluti reglunnar var að borða litlar máltíðir. Og þegar ég segi litlar máltíðir þá á ég við litlar máltíðir. Ég á við þann mat sem þú komið fyrir í hálfum bolla. Þetta er mælibolli, hálfur bolli að stærð og það er magnið af mat sem þú átt að borða í einni máltíð. Ég á ekki við mælingu sem hugtak því ég er að tala um samanþjappaðan mat. Matur getur verið laus í sér, fyrirferðarmikill og það er greinilega ekki við hæfi að mæla hálfan bolla af lausum mat, það er samþjappaður matur. En þetta er það sem ég vil að þú borðið í hverri máltíð. Þetta er mjög lítið. Og til að þetta líti ekki kjánalega út vil ég að þú notir lítinn disk, lítinn gaffal og teskeið. Bara með því að nota lítinn disk og lítil hnífapör þá borðar þú minna. Jafnvel þótt þú værir ekki með bandið. Settu matinn þinn á lítinn disk. Annað væri hlægilegt. Notaðu síðan lítinn gaffal eins og þennan. Hann er af góðri stærð fyrir mat eftir bandið.

Önnur reglan: Ekki borða neitt á milli mála

Regla númer tvö er að borða ekki á milli mála. Þegar ég segi þrjár máltíðir á dag að hámarki þá meina ég þrjár máltíðir á dag að hámarki. Allur matur milli mála er máltíð og það er ekki leyfilegt. Við viljum að þú forðist snarl, alla litla útúrdúra. Smásnarl milli mála er eitt af því sem helst kemur í veg fyrir að þú léttist. Ef þú ert svangur eða svöng, ef þú ert á gula svæðinu verður þú svangur eða svöng og leitar í smásnarlið. Og það er merki um að þú þurfir að koma til okkar og segjast vera á gula svæðinu og að þú teljir að þú þurfir meiri vökva og við ræðum það við þig og venjulega samþykkjum við það og bætum við vökva til að koma þér á græna svæðið. Þannig að ef þú ferð að leita að mat milli mála þá skaltu tala við okkur og við skoðum hvort við þurfum að endurstilla bandið. En áður en þú kemur til okkar og ef þú ætlar að fá þér snarl ekki valda miklum skaða með því að borða óhollan mat. Reyndu að fá þér hollan mat, til dæmis ávexti. Það veldur ekki miklum skaða og gæti satt hungur þitt. Ekki fá þér súkkulaðistykki, kökur eða kex og þvílíkt. Reyndu að fá þér eitthvað heilnæmt og komdu til okkar sem fyrst og segðu: Góðan dag, mig vantar hjálp.

Þriðja reglan: Borðaðu hægt og hættu þegar þú finnur ekki lengur fyrir hungri

Regla þrjú er að borða hægt og hætta þegar þú finnur ekki lengur fyrir hungri. Það að borða hægt er líklega mikilvægasta reglan. Það er svo mikilvægt að ná góðum árangri að þú þarft eiginlega að vera gagntekinn af því að borða hægt.

Að borða hægt gerist í tveimur skrefum. Það þýðir að tyggja vel og það þýðir að bíða eftir að þú kyngir þar til maturinn er kominn alla leið í magann. Ég vil að þú njótir matarins og til að þú njótir hans þarftu að smakka hann, íhuga útlit hans og bragð og til þess þarf að tyggja vel. Ég vil ekki gleypir í þig heila matarbita. Ég vil að þú brjótir allan matinn niður í smáar agnir í munninum til að þú kyngir aldrei heilum bita. Ef þú getur ekki brotið niður bita af mat og hann er áfram klumpur þá vil ég ekki að þú gleypir hann. En almennt gildir að veljir þú réttan mat þá geturðu brotið hann niður í smáar agnir í munninum með því að tyggja vel. Hugsaðu um það, gefðu þér tíma, njóttu matarins meðan hann er í munninum og síðan þegar hann er kominn í smáar agnir geturðu kyngt honum.

Það er mikilvægt að skilja hvað gerist þegar þú kyngir matnum því hann fer úr munninum, niður vélindað og niður að bandinu. Áður en þú fékkst bandið fór maturinn niður vélindað með vöðvahreyfingum þess; vélinda er vöðvapípa sem þrýstir matnum niður. Þetta ferli köllum við véindahreyfingar. Vélindahreyfingarnar fluttu matinn að neðri endanum og þaðan fór hann beint niður í magann af því að þar er engin fyrirstaða hjá þeim sem ekki er með magaband. En hjá þeim sem eru með magaband fer maturinn niður í neðri hluta vélindans og síðan þarf að þrýsta honum gegnum bandið.

Lítum nú á hvernig þetta gerist.

Hér sést fæðubiti færast niður og honum er ýtt niður og þú sérð þrýstinginn, eða vélindahreyfingarnar, reyna að koma honum í gegn og í þessu tilviki hefur þurft að þrýsta þrisvar sinnum til að koma honum niður. Við höfum lært af rannsóknum okkar að það þarf að þrýsta tvisvar til sex sinnum til að koma mat niður, matarbita sem þú færð og kemst fyrir á litlum gaffli og þú hefur tuggið vandlega og kyngt þarf líka að þrýsta tvisvar til sex sinnum til að komast gegnum bandið. Það tekur sinn tíma. Við vitum að það tekur 30 til 60 sekúndur og ég vil ekki að þú kyngir meiri mat þar til fyrri bitinn er örugglega kominn alla leið. Þess vegna vil ég að þú bíðir í eina mínútu eftir að þú setur upp í þig lítinn matarbita. Eftir að þú tyggur hann vandlega þá kyngir þú, leggur frá þér gaffalinn og bíður í eina mínútu. Eftir mínútu ætti allt að vera um garð gengið og þú mátt fá þér annan bita. Ég vil aldrei að matur hlaðist upp fyrir ofan bandið því þá teygist úr svæðinu og þú missir næmnina sem er svo mikilvæg.

Horfum aftur á matinn fara í gegn … sjáðu hvernig hann þrýstist í gegn, síðan aðeins meira og þrýstir í gegn og loks kemst hann alveg í gegn.

Ef þú borðar of stóran bita gerist þetta.

Í stað þess að nota lítinn gaffal þá hefurðu notað stóran gaffal og nú sérðu hvernig svæðið tútnar út. Þetta viljum við ekki. Ef þú teygir á svæðinu missirðu nauðsynlega næmnina og þú hættir að geta þrýst matnum gegnum bandið og þá ertu kominn í vandræði. Þú mátt því einungis fá í einu þann mat sem kemst fyrir á litlum gaffli eða teskeið. Ef þú borðar meira en þennan eina bita þá er hætta á að þú strekkir á svæðinu.

Það er annað slæmt sem þú getur gert er að borða of hratt. Ef þú borðar of hratt og næsti biti kemur niður áður en fyrri bitinn er kominn í gegnum þá hefðurðu – eins og þú sérð  – víkkað svæðið og þessi víkkun veldur því að heilinn fær færri boð frá taugunum sem ég sýndi þér áður og geta vélindans til að þrýsta matnum minnkar og þar af leiðandi dregur úr gagnsemi bandsins.

Gættu þín því vandlega á að borða ekki of stóra bita og gættu þín á að borða ekki of hratt.

Borðaðu ævinlega lítinn mat hægt og rólega.

Síðastu hluti reglunnar er að hætta að borða þegar þú finnur ekki lengur fyrir hungri. Í hvert skipti sem mat er þrýst gegnum bandið sendir það boð til heilans um að allt sé í fínasta lagi þarna niðri.

Ef þú þarft að þrýsta þrisvar til fjórum sinnum fyrir hvern bita þá færðu við 20 bita 60 til 80 boð til heilans um að allt sé í stakasta lagi.

Þegar hér er komið sögu segir heilastöðin, sem ræður saðningu og stýrir matarlyst þinni, að allt sé í stakasta lagi og segir heila þínum að þú sért ekki lengur svangur eða svöng. Hlustaðu á það. Bregstu við og hættu að borða. Þú átt ekki að þurfa að borða lengur en í 20 mínútur. Ég vil alls ekki að þú borðir lengur en í 30 mínútur en þú kemst að því að við flestar máltíðir dugir einn matarbiti á mínútu og 20 mínútur. Aldrei reikna með að verða pakksaddur.  Þú færð þá tilfinningu aðeins ef þú víkkar eitthvað og það er rangt. Hlusta ævinlega eftir merki um að þú sért ekki lengur svangur eða svöng. Við viljum að þú hlustir eftir því og bregðist við því.

Leitaðu aldrei eftir merki um seddu, aldrei.

Fjórða reglan: Borðaðu hollan mat

Regla númer fjögur er að borða hollan mat. Þú mátt ekki borða mikið.

Það sem þú mátt borða rúmast í hálfum bolla. Við viljum að þú notir mataforðann þinn. Markmið alls þessa er að þú notir fituna sem þú hefur komið þér upp. En við viljum ekki að þjáist af neinum skorti og ein af meginfæðunum sem við viljum að þú hafir í huga eru prótín. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af kolvetnum, við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af fitu en við þurfum að íhuga prótínin. Við viljum að þú fáir nóg af prótínum. Þannig að þegar við erum að tala um hálfan bolla af mat ættirðu hafa um einn þriðja mat sem inniheldur prótín. Kannski helming en að minnsta kosti einn þriðja í flestum máltíðum. Þá ættirðu að fá næg prótín.

Besti prótínríki maturinn og líklega besti maturinn sem völ er á eftir magaband er fiskur eða kjúklingur og annað kjöt ef þú þolir það. Og ef þú tyggur matinn vel og kaupir besta mat sem völ er á þá máttu borða rautt kjöt; lamb eða naut, svo fremi það sé gæðakjöt, svo fremi það sé eldað á réttan hátt, það er ekki ofsoðið og að þú tyggir það vel og vandlega í litlum bitum. En fiskur er langbestur. Í honum er mikið af prótínum, í honum eru ómettuð fita, fiskur er mjög hollur matur. Annar matur sem inniheldur mikið af prótínum eru egg, mjólkurvörur eins og ostar, jógúrt, linsubaunir; kjúklingabaunir eru auk þess með mikið af prótínum. Reyndu að hafa prótín í að minnsta kosti einum þriðja bollans eða allt að helmingi. Restin má vera ávextir og grænmeti. Þeir eru betri en kolvetni úr sterkju fjölskyldunni. Mér er reyndar alveg sama þótt þú sleppir sterkjunni. Matur eins og brauð sem getur líka verið erfiður, það er best að sleppa því. Þú þarfnast þess ekki. Þú þarft heldur ekki morgunkorn. Kartöflu, pasta og hrísgrjón eru sterkjurík. Það getur verið erfitt að borða þennan mat. Þetta er bara meðlæti og í lagi í litlu magni en ekki eltast við það. Leggðu þig eftir prótínríkum mat.

Að auki höfum við líka áhyggjur af því sem kallað er næringarefni, vítamín og steinefni og frekar en að einblína á matinn sem þú borðar vil ég frekar að þú takir fjölvítamín daglega til að vera viss um að þú fáir góðan skammt af vítamínum. Það eru til fjölmargar gerðir vítamína; við getum rætt þá kosti en almennt séð taktu eina fjölvítamíntöflu, freyði- eða tyggitöflu eða í vökvaformi daglega. Lestu á pakkann og gakktu úr skugga um að þau innihaldi fólinsýa eða fólat og B12 vítamín. Það gera ekki öll vítamín en ég vil að þú veljir þau fremur en hin sem ekki innihalda þetta.

Fimmta regla. Forðastu drykki með hitaeiningum

Fimmta regla er að forðast alla drykki sem innihalda hitaeiningar. Bandið er ekki hannað til að ráða við drykki með hitaeiningar. Þú verður að skilja að markmið okkar er að matnum sé þrýst í gegnum bandið. Vélindað þrýstir vökva mjög auðveldlega og þrýstingsáhrifin nýtast ekki.

Ef við skoðum fæðu í vökvaformi fara í gegn sjáum við að í þessu tilviki fer vökvinn í gegn í einum rykk þannig að heilinn fær í mesta lagi eitt merki meðan föst fæða gefur 2, 3, 4 eða jafnvel 6 merki þannig að föst fæða gagnast okkur miklu betur en vökvafæði.

Eitt besta dæmið um góðan mat er á hinn bóginn vökvi, nefnilega súpa. Mjög þunn súpa hefur mikið næringargildi, er góður matur að vetri til en hún veitir þér ekki þá tilfinningu fyrir saðningu sem við viljum. Ef þig langar í alvöru í súpu búðu til þykka linsubaunasúpu, hún er mjög góð, eða kjúklingabaunir og aðrar baunir hafa þéttleika og þú færð tilfinningu fyrir saðningu og borðar að auki uppáhaldssúpuna þína.

Þú mátt drekka hitaeiningasnauða drykki og eins mikið og þú vilt: vatn, sódavatn, hitaeiningasnautt gos, te, kaffi. Eins mikið og þú vilt. Ég ætla ekki að segja þér hve mikið þú átt að drekka á hverjum degi. Líkaminn fylgist mjög vel með vökvajafnvægi sínu og segir þér hvernig hann þarfnast vökva og hlustaðu á hann. Drekktu ef þú ert þyrst eða þyrstur, þú þarft ekki að beita afli til að koma vökvanum niður. En vertu með það alveg á hreinu, þú mátt drekka eins mikinn vökva og þú vilt og mér er sama þótt þú drekkir vökva með mat. Á fyrstu árum bandsins héldum við að það væri ekki sniðugt því við héldum að maturinn færi hraðar niður. En við vitum að maturinn færist hratt hvort sem er, við erum ekki háðir því þannig að það er í fínu lagi okkar vegna að þú drekkir vatnsglas með mat ef þig langar til þess. Þú mátt drekka með mat en ekki drekka með matinn í munninum. Kyngdu matarbita, bíddu í mínútu og drekktu svo. Það er í fínu lagi.

Tvo vökva til viðbótar leyfum við reyndar þótt í þeim séu hitaeiningar og það eru léttmjólk og áfengi. Léttmjólk er mjög góð viðbót við annan mat, í henni er mikið af prótínum og mikið af kalki og við samþykkjum með ánægju hálfan lítra, 500 ml, af léttmjólk á dag sem þú getur sett í teið eða kaffið, blandað saman við annan mat eða drukkið hana eins og hún kemur úr fernunni.

Áfengi hefur verið vandamál vegna þess að í því eru miklar hitaeiningar og til að byrja með leist okkur illa á slíkja drykkju. En við höfum skoðað áhrif þessa á sjúklinga okkar og þeir sem drekka í hófi og þeir sem drekka hóflega gengur betur en hinum sem sleppa því. Þess vegna er ég fullkomlega sáttur við að þú fáir þér eitt eða tvö glös af áfengi á dag. Við mælum með léttvíni því gögn segja okkur að það sé betra og glas af rauðvíni hefur marga kosti fyrir heilsuna en sterkt vín og bjór er líka í lagi. En vissulega vil ég ekki að þú drekkir áfengi ef þú drekkur alls ekki! En ef þig langar að fá þér vínglas með matnum gjörðu þá svo vel.

Sjötta reglan: Líkamsæfing að minnsta kosti hálftíma á dag

Sjötta reglan er líkamsæfing í að minnsta kosti hálftíma á dag. Til að léttast þurfum við ekki aðeins að borða minna heldur líka að hreyfa okkur meira. Ég hvet þig að vera aktívari og og æfa meira og regla sex fer fram á, krefst, heimtar, þrábiður og þrýstir á þig að hreyfa þig í að minnsta kosti hálftíma á dag. Ég vil helst að þú hreyfðir þig í klukkutíma á dag og kannski kemur að því en hálftími á dag að minnsta kosti til að byrja með. Ég geri mér grein að mörg ykkar hafið aldrei stundað líkamsrækt og það verður ný reynsla að vinna að hana. Þegar ég segi líkamsrækt er algengasta aðferðin ganga. Ganga er líklega uppáhaldshreyfing 60-70% sjúklinga okkar. En önnur hreyfing kemur til greina. Það er hægt að fara í ræktina, það er hægt að synda, fara í leikfimi í vatni eða líkamsræktarsal, hjóla, fara á hlaupabretti eða í önnur tæki, annað hvort heima eða í ræktinni. Einhverja reglulega hreyfingu. Það er gott að hafa einkaþjálfara. Einkaþjálfarinn kennir þér hvernig þú átt að gera æfingar og hvetur þig og sér til þess að þú leggir ekki of hart að þér og meiðir þig á einn eða annan hátt.

Eina sem þarf að gæta sín á varðandi einkaþjálfara er að margir þeirra halda því fram að þú þurfir að borða sex til átta sinnum á dag til að koma efnaskiptunum í gang. Ekki hlusta á það. Reglurnar banna þetta. En hlustaðu endilega á ráðleggingar þeirra varðandi líkamsæfingarnar.

Sjöunda reglan: Gerðu eitthvað á hverjum degi

Regla númer sjö, gerðu eitthvað á hverjum degi. Við greinum þannig á milli líkamsræktar og athafnasemi.

Ég vil að þú stundir reglulega líkamsrækt í að minnsta kosti hálftíma á dag í þeirri von að auka það í klukkutíma en að auki vil ég að þú sýnir athafnasemi alla daga. Ég vil að þú leitist til að gera eitthvað og forðist að vera í þeirri stöðu að gera ekki neitt. Ekki sitja kyrr. Stattu frekar en að sitja. Reyndu að ganga um frekar en að standa kyrr. Vertu utan dyra frekar en inni. Það vinnst tvennt við að vera utan dyra. Í fyrsta lagi erum við sjaldan hreyfingarlaus utan dyra, við hreyfum okkur. Í öðru lagi er líkamshiti okkar annar. Innan dyra er hann stöðugur. Við þurfum ekkert að leggja á okkur til að hækka hitann eða lækka. En utan dyra er stundum hlýtt en stundum er kalt. Þeim mun hlýrra eða kaldara sem verður þeim mun ánægðari verð ég af því að því þú verður að hreyfa þig til þess að koma líkamshita þínum í eðlilegt horf og notar til þess orku og það er einmitt það sem ég vil.

Leitaðu því alltaf eftir tækifæri til að hreyfa þig, notaðu tröppurnar frekar en lyftuna. Þegar þú ferð í verslunarmiðstöðina leggðu í stæði sem lengst frá innganginum. Þau eru vanalega auð og minni hætta á að einhver dældi dyrnar á bílnum ef þú leggur þar sem er vitaskuld prýðileg aukageta. Þú gengur síðan að inngangi verslunarmiðstöðvarinnar. Ekki reyna að fá bílastæði rétt við innganginn.

Áttunda reglan: Vertu alltaf í sambandi við okkur

Regla átta segir þér að vera í stöðugu sambandi við okkur. Það er úrslitaatriði.

Þú berð bandið ævilangt og við viljum fylgjast með þér, gæta þín og hjálpa þér alla ævi.

Við viljum ræða við þig um það hvar á græna svæðinu þú ert.

Ef þú ert á gulu svæði getum við bætt við vatni. Við getum það ekki ef þú kemur ekki til okkar.

Sé bandið of strekkt einhverra hluta vegna eða þú átt í einhverjum vanda, færð til að mynda brjóstsviða eða bakflæði á nóttunni; þá þurfum við að fjarlægja vökva. Við verðum að hitta þig til að geta hjálpað þér og getum komið í veg fyrir vandamál með því að greina þau snemma og leysa þau.

Við þurfum að fylgjast með heilsu þinni, skoða næringarefnastöðu þína, við þurfum að skoða annað sem tengist blóðinu og ganga úr skugga um að þú sért í góðu standi.

Það eru því margir mikilvægir hlutir sem tengjast þessu. Jafnmikilvægir og bandið sjálft. Það að stilla bandið gerir okkur kleift að halda þér á græna svæðinu til að stýra matarlyst þinni. Það gerist ekki við það að bandið er sett á sinn stað; við gerum það í eftirfylgdinni.

Ef þú kemur ekki í eftirfylgdina þá hefðir þú líklega ekki átt að hafa fyrir því að fá bandið af því að þú færð ekki það gagn af því sem þú vonaðist eftir eða við viljum að þú fáir.

Vinsamlegast, komdu því til okkar. Getir þú ekki komið hafðu að minnsta kosti samband; hringdu, sendu tölvupóst, hafðu samband og láttu okkur vita ef þú finnur fyrir einhverjum vanda. Ef þú ert annars staðar í landinu eða í öðru landi getum við yfirleitt fengið einhvern annan til að skoða þig og aðstoða þig við vandann.

Þessum átta reglum er ætlað að draga saman það sem við viljum að þú vitir. Auk þess eru um mörg minni atriði að ræða. Við vonum að um þau flest sé fjallað í bókinni. Þú færð fleiri hollráð ef þú kemur til okkar. Eftir því sem skilningur okkar og þekking eykst getum við veitt þér nákvæmari ráðleggingar, betri ráð og það viljum við svo sannarlega gera. Þetta er samstarf; ég vil ná sem bestum árangri og þú vilt líka ná sem bestum árangri. Það gleður mig að vinna með þér og ég vil að þú vinnir með mér.